Barbados vegnar vel, takk fyrir Þorvaldur Gylfason skrifar 3. febrúar 2011 06:00 Ég var staddur í Calgary við rætur Klettafjallanna, Kanadamegin sem sagt, kominn þangað í boði heimamanna til að halda fyrirlestur um Ísland og hrunið. Þetta var haustið 2009. Ég heimsótti einnig í góðra vina hópi slóðir Stephans G. Stephanssonar, Klettafjallaskáldsins, skoðaði skrifborðið hans og píanóið, og fór síðan vestur á Kyrrahafsströndina og lengra, til Viktoríuborgar á Vancouvereyju, til að halda áfram að tala um Ísland. Þetta var skínandi skemmtileg ferð.Er smæðin frágangssök? Nei Þar að kom í fyrirlestrinum í Calgary, að mér fannst ég þurfa að útmála fyrir áheyrendum mínum, að smæð Íslands væri ekki sennileg orsök hrunsins. Mér fannst ekki fara vel á að taka Ísland sem dæmi um að ýmsu leyti árangursríkt smáríki eins og ég hafði stundum gert við áþekk tækifæri fyrir hrun. Landinu var haldið í öndunarvél Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlanda. Bankarnir höfðu, öðrum þræði með glæpsamlegri háttsemi svo sem lýst er í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, bakað lánardrottnum sínum, hluthöfum og viðskiptavinum meira fjárhagstjón miðað við stærð landsins en dæmi eru um í gervallri fjármálasögu heimsins. Hól um Ísland hefði því að þessu sinni ekki fallið í frjóan svörð, og átti ekki heldur við eins og allt var í pottinn búið og á ekki enn við; fólkið í salnum hefði hætt að hlusta. Ég tók því dæmi af öðru landi með 300 þúsund íbúa, Barbados, eyríki í austanverðu Karíbahafi. Ég hafði komið þangað tvisvar og litizt vel á land og þjóð. Skemmst var að segja frá því þarna í Calgary, að Barbados hefur vegnað vel þrátt fyrir fólksfæðina. Landið var brezk nýlenda í meira en þrjár aldir og tók sér sjálfstæði 1966. Flestir íbúarnir eru afkomendur afrískra þræla, sem voru fluttir þangað til að vinna á sykurplantekrum Breta. Sykurútflutningur var lengi hryggjarstykkið í efnahagslífi landsmanna, en sólin sigldi fram úr sykrinum skömmu eftir sjálfstæðistökuna. Ferðaþjónusta hefur æ síðan verið mikilvægasti atvinnuvegur íbúanna. Lífskjörin hafa batnað hröðum skrefum, svo að nú nálgast tekjur á mann í Barbados tekjur á mann á Kýpur og Möltu, sambærilegum Miðjarðarhafseyríkjum, sem bæði hafa tekið sér stöðu innan Evrópusambandsins. Ekki bara það: fólkið í Barbados lifir að jafnaði næstum jafnlengi og Bandaríkjamenn. Meðalævin er 77 ár í Barbados og 78 ár í Bandaríkjunum. Barbados býr við trausta innviði, sem landið fékk í arf frá Bretum: óskorað lýðræði, frjálsa fjölmiðla, óspillta dómstóla, enga vitleysu. Spilling í Barbados er talin vera á svipuðu róli og í Bandaríkjunum eftir því sem næst verður komizt. Spillingarvísitalan, sem hér er vísað til, er ættuð fá Transparency International í Berlín. Hún er að sönnu of þröng og eftir því ófullkomin og nær t.d. ekki yfir spilltar embættaveitingar og nápot, en ekkert af því er samt talið vera sérstakt áhyggjuefni í Barbados.Þrjátíu þingmenn Hvað skyldi fólkið í Barbados telja sig þurfa marga þingmenn? Þrjátíu. Ríkisstjórn landsins hefur áratugum saman fylgt skynsamlegri hagstjórnarstefnu, svo að verðbólgan í landinu hefur lengi verið lítil sem engin og fátækt með minnsta móti á svæðinu. Þetta hefur gert eyjarskeggjum kleift að halda gengi Barbadosdollarans rígföstu allar götur frá 1975 í hlutfallinu tveir Barbadosdollarar á móti einum Bandaríkjadal. Ekkert agaleysi þar. Þetta hefur gert íbúum Barbados kleift að afþakka boð fólksins á eyjunum í kring um að ganga í myntbandalag þeirra og taka upp Karíbadal. Þjóðir, sem kunna fótum sínum forráð í peningamálum, þurfa ekki að deila gjaldmiðli sínum með öðrum. Þegar ég hafði lokið lofsöng mínum um fegurð smæðarinnar í Barbados, rétti silfurhærð kona aftast í salnum upp höndina og sagði: „Prófessor, mér virðist, að yður kunni að hafa yfirsézt eitt mikilvægt atriði." Hjartað í mér sló örar. Konan hélt áfram: „Bankarnir í Barbados hafa frá fyrstu tíð verið kanadískir." Þetta var rétt hjá henni. Þessu hafði ég gleymt. Æ síðan hef ég sagt söguna um Barbados með þessari mikilsverðu viðbót. Kanada býr að sönnu við traust bankakerfi undir ströngu eftirliti. Enda getur varla heitið, að bankakreppan, sem hófst í Bandaríkjunum 2007 og breiddist þaðan út um lönd, hafi komið við Kanada. Jafnvel heimskreppan 1929-39 sigldi fram hjá Kanada, þar eð bankakerfið norðan landamæranna var heilbrigt og traust. Fáeinir smábankar féllu, það var allt og sumt. Kanadískir bankar hafa reynzt Barbados vel líkt og heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Ég var staddur í Calgary við rætur Klettafjallanna, Kanadamegin sem sagt, kominn þangað í boði heimamanna til að halda fyrirlestur um Ísland og hrunið. Þetta var haustið 2009. Ég heimsótti einnig í góðra vina hópi slóðir Stephans G. Stephanssonar, Klettafjallaskáldsins, skoðaði skrifborðið hans og píanóið, og fór síðan vestur á Kyrrahafsströndina og lengra, til Viktoríuborgar á Vancouvereyju, til að halda áfram að tala um Ísland. Þetta var skínandi skemmtileg ferð.Er smæðin frágangssök? Nei Þar að kom í fyrirlestrinum í Calgary, að mér fannst ég þurfa að útmála fyrir áheyrendum mínum, að smæð Íslands væri ekki sennileg orsök hrunsins. Mér fannst ekki fara vel á að taka Ísland sem dæmi um að ýmsu leyti árangursríkt smáríki eins og ég hafði stundum gert við áþekk tækifæri fyrir hrun. Landinu var haldið í öndunarvél Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlanda. Bankarnir höfðu, öðrum þræði með glæpsamlegri háttsemi svo sem lýst er í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, bakað lánardrottnum sínum, hluthöfum og viðskiptavinum meira fjárhagstjón miðað við stærð landsins en dæmi eru um í gervallri fjármálasögu heimsins. Hól um Ísland hefði því að þessu sinni ekki fallið í frjóan svörð, og átti ekki heldur við eins og allt var í pottinn búið og á ekki enn við; fólkið í salnum hefði hætt að hlusta. Ég tók því dæmi af öðru landi með 300 þúsund íbúa, Barbados, eyríki í austanverðu Karíbahafi. Ég hafði komið þangað tvisvar og litizt vel á land og þjóð. Skemmst var að segja frá því þarna í Calgary, að Barbados hefur vegnað vel þrátt fyrir fólksfæðina. Landið var brezk nýlenda í meira en þrjár aldir og tók sér sjálfstæði 1966. Flestir íbúarnir eru afkomendur afrískra þræla, sem voru fluttir þangað til að vinna á sykurplantekrum Breta. Sykurútflutningur var lengi hryggjarstykkið í efnahagslífi landsmanna, en sólin sigldi fram úr sykrinum skömmu eftir sjálfstæðistökuna. Ferðaþjónusta hefur æ síðan verið mikilvægasti atvinnuvegur íbúanna. Lífskjörin hafa batnað hröðum skrefum, svo að nú nálgast tekjur á mann í Barbados tekjur á mann á Kýpur og Möltu, sambærilegum Miðjarðarhafseyríkjum, sem bæði hafa tekið sér stöðu innan Evrópusambandsins. Ekki bara það: fólkið í Barbados lifir að jafnaði næstum jafnlengi og Bandaríkjamenn. Meðalævin er 77 ár í Barbados og 78 ár í Bandaríkjunum. Barbados býr við trausta innviði, sem landið fékk í arf frá Bretum: óskorað lýðræði, frjálsa fjölmiðla, óspillta dómstóla, enga vitleysu. Spilling í Barbados er talin vera á svipuðu róli og í Bandaríkjunum eftir því sem næst verður komizt. Spillingarvísitalan, sem hér er vísað til, er ættuð fá Transparency International í Berlín. Hún er að sönnu of þröng og eftir því ófullkomin og nær t.d. ekki yfir spilltar embættaveitingar og nápot, en ekkert af því er samt talið vera sérstakt áhyggjuefni í Barbados.Þrjátíu þingmenn Hvað skyldi fólkið í Barbados telja sig þurfa marga þingmenn? Þrjátíu. Ríkisstjórn landsins hefur áratugum saman fylgt skynsamlegri hagstjórnarstefnu, svo að verðbólgan í landinu hefur lengi verið lítil sem engin og fátækt með minnsta móti á svæðinu. Þetta hefur gert eyjarskeggjum kleift að halda gengi Barbadosdollarans rígföstu allar götur frá 1975 í hlutfallinu tveir Barbadosdollarar á móti einum Bandaríkjadal. Ekkert agaleysi þar. Þetta hefur gert íbúum Barbados kleift að afþakka boð fólksins á eyjunum í kring um að ganga í myntbandalag þeirra og taka upp Karíbadal. Þjóðir, sem kunna fótum sínum forráð í peningamálum, þurfa ekki að deila gjaldmiðli sínum með öðrum. Þegar ég hafði lokið lofsöng mínum um fegurð smæðarinnar í Barbados, rétti silfurhærð kona aftast í salnum upp höndina og sagði: „Prófessor, mér virðist, að yður kunni að hafa yfirsézt eitt mikilvægt atriði." Hjartað í mér sló örar. Konan hélt áfram: „Bankarnir í Barbados hafa frá fyrstu tíð verið kanadískir." Þetta var rétt hjá henni. Þessu hafði ég gleymt. Æ síðan hef ég sagt söguna um Barbados með þessari mikilsverðu viðbót. Kanada býr að sönnu við traust bankakerfi undir ströngu eftirliti. Enda getur varla heitið, að bankakreppan, sem hófst í Bandaríkjunum 2007 og breiddist þaðan út um lönd, hafi komið við Kanada. Jafnvel heimskreppan 1929-39 sigldi fram hjá Kanada, þar eð bankakerfið norðan landamæranna var heilbrigt og traust. Fáeinir smábankar féllu, það var allt og sumt. Kanadískir bankar hafa reynzt Barbados vel líkt og heima fyrir.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun