Auðugur Rússi er leynilegur eigandi Saab 26. janúar 2011 10:50 Þegar sænski bílaframleiðandinn Saab var seldur í fyrra gerði seljandinn, General Motors (GM), það að skilyrði að rússneski auðmaðurinn Vladimir Antonov yrði ekki í eigendahópnum. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að óskum GM. Það var bílaframleiðandinn Spyker sem keypti Saab af GM en Antonov átti þá 30% hlut í Spyker. GM krafðist þess að Antonov losaði sig við hlut sinn áður en kaupin á Saab voru samþykkt. Ástæðan fyrir kröfu GM var þrálátur orðrómur í kringum Antonov um að hann væri viðriðinn ólögleg viðskipti og svarta peninga. Samkvæmt frétt í blaðinu Svenske Dagbladet í dag er auðvelt að sýna fram á að Antonov á enn a.m.k. tæplega 12% hlut í Saab. Blaðið hefur rannsakað málið og segir að Antonov eigi þennan hlut í gegnum fjárfestingarsjóðinn Gemini Investment Fund. Gemini er skráð á Bahamaeyjum og er stjórnað af Stanislav Kovtun sem aftur er fyrrum forstjóri Convers Group sem er móðurfélag Antonov. Þar að auki er heimasíða Gemini skráð hjá Convers Group og keyrir á netþjóni félagsins. Þá fara öll viðskipti með hluti í Gemini í gegnum bankann Krajbanka sem er að hluta í eigu Antonov. Sjálfur segir Vladimir Antonov í svari við fyrirspurn blaðsins að þetta sé ekki rétt og að hann hafi ekkert með Gemini sjóðinn að gera. Hinsvegar viti hann hverjir séu fjárfestar í Gemini en vill ekki upplýsa það. Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þegar sænski bílaframleiðandinn Saab var seldur í fyrra gerði seljandinn, General Motors (GM), það að skilyrði að rússneski auðmaðurinn Vladimir Antonov yrði ekki í eigendahópnum. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að óskum GM. Það var bílaframleiðandinn Spyker sem keypti Saab af GM en Antonov átti þá 30% hlut í Spyker. GM krafðist þess að Antonov losaði sig við hlut sinn áður en kaupin á Saab voru samþykkt. Ástæðan fyrir kröfu GM var þrálátur orðrómur í kringum Antonov um að hann væri viðriðinn ólögleg viðskipti og svarta peninga. Samkvæmt frétt í blaðinu Svenske Dagbladet í dag er auðvelt að sýna fram á að Antonov á enn a.m.k. tæplega 12% hlut í Saab. Blaðið hefur rannsakað málið og segir að Antonov eigi þennan hlut í gegnum fjárfestingarsjóðinn Gemini Investment Fund. Gemini er skráð á Bahamaeyjum og er stjórnað af Stanislav Kovtun sem aftur er fyrrum forstjóri Convers Group sem er móðurfélag Antonov. Þar að auki er heimasíða Gemini skráð hjá Convers Group og keyrir á netþjóni félagsins. Þá fara öll viðskipti með hluti í Gemini í gegnum bankann Krajbanka sem er að hluta í eigu Antonov. Sjálfur segir Vladimir Antonov í svari við fyrirspurn blaðsins að þetta sé ekki rétt og að hann hafi ekkert með Gemini sjóðinn að gera. Hinsvegar viti hann hverjir séu fjárfestar í Gemini en vill ekki upplýsa það.
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent