Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur í Ljónagryfjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2011 20:50 Pavel Ermolinkskij var nálægt þrennunni í kvöld. Mynd/Stefán KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum