Ecclestone metur í næstu viku hvort mótshaldi í Barein verði aflýst 17. febrúar 2011 19:12 Bernie Ecclestone á mótssvæðinu í Suður Kóreu í fyrra. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Bernie Ecclestone fylgist grannt með ástandinu í Barein, þar sem mótmælendur og lögregla tókust harkalega á í Manama, höfuðborg Barein í morgun. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins á að fara fram í landinu þann 13. mars. Í frétt á autosport.com í dag segir að dauðsföll og meiðsli hafi orðið átökum í morgun milli mótmælenda og lögreglu. Í frétt á bbc.com í dag segir Ecclestone muni ákveða hvort mótinu verði aflýst í næstu viku. "Ef hlutirnir verða áfram eins og þeir eru í dag þá er svarið nei. Ef málin hafa ekki róast á miðviikudag, þá held ég að við verðum líklega að aflýsa", sagði Ecclestone í frétt bbc.com. Mótshaldi í GP 2 Asíu mótarröðinni sem átti að vera í Barein um helgina hefur verið frestað segir á autosport.com og að að Formúlu 1 lið hittist í Barcelona á föstudaginn til að ræða ástandið í Barein. Til stendur að æfa á brautinni 3.-6. mars og á það að vera lokæfing vetrarins, en eigi það að ganga eftir verða keppnislið að flytja bíla sína í byrjun næstu viku til Mið-Austurlanda. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bernie Ecclestone fylgist grannt með ástandinu í Barein, þar sem mótmælendur og lögregla tókust harkalega á í Manama, höfuðborg Barein í morgun. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins á að fara fram í landinu þann 13. mars. Í frétt á autosport.com í dag segir að dauðsföll og meiðsli hafi orðið átökum í morgun milli mótmælenda og lögreglu. Í frétt á bbc.com í dag segir Ecclestone muni ákveða hvort mótinu verði aflýst í næstu viku. "Ef hlutirnir verða áfram eins og þeir eru í dag þá er svarið nei. Ef málin hafa ekki róast á miðviikudag, þá held ég að við verðum líklega að aflýsa", sagði Ecclestone í frétt bbc.com. Mótshaldi í GP 2 Asíu mótarröðinni sem átti að vera í Barein um helgina hefur verið frestað segir á autosport.com og að að Formúlu 1 lið hittist í Barcelona á föstudaginn til að ræða ástandið í Barein. Til stendur að æfa á brautinni 3.-6. mars og á það að vera lokæfing vetrarins, en eigi það að ganga eftir verða keppnislið að flytja bíla sína í byrjun næstu viku til Mið-Austurlanda.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira