Sport

Feðgar spila til úrslita á Stómóti Tennissambandsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafn Kumar Bonifacius.
Rafn Kumar Bonifacius.
Feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius tryggðu sér í gær sæti í úrslitaleik á stórmóti Tennissambandsins. Úrslitaleikurinn fer fram klukkan fjögur í dag.

Rafn Kumar Bonifacius (Víkingi) spilaði vel og vann Rúrik Vatnarsson (Víkingi) 6-1, 6-1. Faðir Rafns, Raj K. Bonifacius (Víkingi) vann Ástmund Kolbeinsson (Víkingi) í hörkuspennandi leik 2-6, 6-1, 6-0. Þetta verður í fyrsta skipti sem feðgar keppa til úrslita á Stórmóti Tennissambandsins.

Rafn Kumar, 16 ára, er efstur unglingaspilara hér á landi en Raj sigurvegari flestra tennismóta hérlendis á síðasti ári. Úrslitaleikurinn hefst kl.16.00 í dag í Tennishöllinni í Kópavogi en það er ókeypis aðgangur á einvígi Bonifacius feðganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×