Sport

Erlingur fékk heiðursverðlaun AIPS

Sitjandi frá vinstri: May El Khalil, Tegla Chepkite Loroupe, Nawal El Moutawakel, Yoana Damyanova. Standandi frá vinstri: Gao Feng, Amin Motavassel Zadeh, Jean Dury, Darius Draudvila, Halldór Guðbergsson, Jeno Kamuti (President International Fair Play Committee), Edwin Moses, Philippe Housiax Photp/Giancarlo Colombo
Sitjandi frá vinstri: May El Khalil, Tegla Chepkite Loroupe, Nawal El Moutawakel, Yoana Damyanova. Standandi frá vinstri: Gao Feng, Amin Motavassel Zadeh, Jean Dury, Darius Draudvila, Halldór Guðbergsson, Jeno Kamuti (President International Fair Play Committee), Edwin Moses, Philippe Housiax Photp/Giancarlo Colombo AIPS

AIPS, sem eru alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, veittu í gær sundþjálfaranum Erlingi Jóhannssyni heiðursviðurkenningu en Erlingur lést á síðasta ári. Erlingur var einn af frumkvöðlum í sundþjálfun fatlaðra á Íslandi og fékk hann AIPS Power of Sports Awards verðlaunin á hátíðarsamkomu AIPS í Sviss í gær.

Nawal El Moutawakel frá Marokkó og May El Khalil frá Líbanon fengu einnig þessa viðurkenningu. Moutawakel er fyrsta konan frá Afríku sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum og Khalil er frumkvöðull að maraþonhlaupi sem fram fer í Beirút árlega

Halldór Guðbergsson sem keppti á heimsleikum fatlaðra í tvígang, 1988 og 1992 tók við verðlaununum fyrir hönd Erlings. Halldór æfði sund undir handleiðslu Erlings og þeir fóru saman á heimsleika. Halldór sagði m.a. að það væri mikill heiður fyrir hann að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd vinar síns.

Frétt á vef AIPS.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×