Körfubolti

Snæfell tapaði fyrir botnliðinu á Ísafirði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskji skoraði 23 stig í kvöld.
Pavel Ermolinskji skoraði 23 stig í kvöld.
KFÍ vann mjög óvæntan sigur á toppliði Snæfells í 15. umferð Iceland Express deildar í körfubolta í kvöld en á sama tíma nálguðust Keflvíkingar og KR-ingar toppliðin með sigri í sínum leikjum.

KFÍ hafði tapað 11 leikjum í röð fyrir leikinn á Ísafirði og þetta eru því með óvæntari úrslitum tímabilsins.

KFÍ var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með tveggja stiga forskot í hálfleik, 46-44. KFÍ var með þriggja stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en vann hann 23-13 og fagnaði langþráðum sigri.

Keflavík og KR unnu bæði örugga sigra í sínum leikjum, Keflavík vann 17 stiga sigur á Hamar á heimavelli, 94-77, eftir að hafa verið 52-27 í hálfleik.

KR komst í 19-2 á móti Fjölni í Grafarvogi og vann á endanum 101-93 sigur.Bæði Keflavík og KR hafa unnið alla leiki sína á árinu og eru nú búin að minnka forskot toppliðanna Snæfells og Grindavíkur í aðeins tvö stig.



KFÍ-Snæfell 89-76 (24-18, 22-26, 20-19, 23-13)

KFÍ: Craig Schoen 31/8 fráköst/7 stoðsendingar, Carl Josey 17/5 fráköst, Marco Milicevic 14/6 fráköst/3 varin skot, Richard McNutt 8/5 fráköst, Darco Milosevic 7/4 fráköst, Nebojsa Knezevic 6, Pance Ilievski 6.

Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 23/11 fráköst, Sean Burton 11/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/8 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Egill Egilsson 4, Daníel A. Kazmi 3.



Keflavík-Hamar 94-77 (23-17, 29-10, 22-23, 20-27)

Keflavík: Thomas Sanders 29/14 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar H. Stefánsson 5, Halldór Örn Halldórsson 2/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 2, Gunnar Einarsson 2/4 fráköst.

Hamar: Devin Antonio Sweetney 24/7 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 13/18 fráköst/4 varin skot, Kjartan Kárason 10, Snorri Þorvaldsson 9/6 fráköst, Ellert Arnarson 8, Svavar Páll Pálsson 7/10 fráköst, Darri Hilmarsson 2, Stefán Halldórsson 2, Bjarni Rúnar Lárusson 2.



Fjölnir-KR 93-101 (18-35, 24-29, 29-24, 22-13)

Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 32/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Jón Sverrisson 11/5 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 11/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 9/7 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 6, Hjalti Vilhjálmsson 5/5 fráköst, Sindri Kárason 3, Elvar Sigurðsson 3, Sigurður Þórarinsson 2.

KR: Marcus Walker 24/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 16/11 fráköst/4 varin skot, Hreggviður Magnússon 13/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 7, Jón Orri Kristjánsson 4/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Matthías Orri Sigurðarson 3.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×