Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Hans Steinar Bjarnason skrifar 15. febrúar 2011 12:45 Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. Eins og kunnugt er unnu Valsmenn sigur í framlengdum undanúrslitaleik gegn Fram í Eimskipsbikar karla á sunnudaginn. Framarar hafa nú kært úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Vals, Markús Máni Michaelsson, hafi tekið þátt í leiknum án þess að vera með gildan leikmannasamning hjá Val. Markús er félagsmaður í Val en hafði lagt skóna á hilluna. Gerður var við hann svkallaður B-leikmannasamningur á síðustu stundu og tilkynning um það send á rafrænu formi til HSÍ á sunnudaginn, klukkutíma fyrir leik. Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á þessari kæru Framara og segir Valsmenn ekki hafa gert neitt rangt. „Samningurinn barst HSÍ í tæka tíð og um það er ekki deilt," sagði Sveinn. „Málið snýst um að þegar stjórnarmaður Fram mætir niður í HSÍ liggur vefþjónninn niðri. Þeir gátu því ekki fengið staðfest klukkan níu á mánudagsmorgun að faxið hafði borist." „Að hluta til er kæra Fram er byggð á misskilningi - hvort sem það er viljandi eða óviljandi. En ég óttast pínulítið máttleysi HSÍ í þessu máli. Auðvitað getur það leitt til þess að leiknum verði frestað. Þeir geta ekki stoppað svona mál þegar í ljós er komið að það er ekkert mál á borðinu." „Ég óttast auðvitað líka mikið tengsl Fram inn í HSÍ. Starfsmenn HSÍ eru búnir að staðfesta við okkur og við Fram að samningurinn hafi borist í tæka tíð. Hvað er þá málið?" Þetta segir formaður handknattleiksdeildar Vals sem vísaði þarna til manna sem eiga sæti í stjórn HSÍ og starfsmanna sambandsins. Reynir Stefánsson varaformaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að félagið vilji láta reyna á reglugerð um leikmannasamninga. Hann segir ákvörðun verða tekna á stjórnarfundi nú í hádeginu um hvort kærunni verði haldið til streitu. Úrslitaleikurinn á að fara fram laugardaginn 26. febrúar. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. Eins og kunnugt er unnu Valsmenn sigur í framlengdum undanúrslitaleik gegn Fram í Eimskipsbikar karla á sunnudaginn. Framarar hafa nú kært úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Vals, Markús Máni Michaelsson, hafi tekið þátt í leiknum án þess að vera með gildan leikmannasamning hjá Val. Markús er félagsmaður í Val en hafði lagt skóna á hilluna. Gerður var við hann svkallaður B-leikmannasamningur á síðustu stundu og tilkynning um það send á rafrænu formi til HSÍ á sunnudaginn, klukkutíma fyrir leik. Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á þessari kæru Framara og segir Valsmenn ekki hafa gert neitt rangt. „Samningurinn barst HSÍ í tæka tíð og um það er ekki deilt," sagði Sveinn. „Málið snýst um að þegar stjórnarmaður Fram mætir niður í HSÍ liggur vefþjónninn niðri. Þeir gátu því ekki fengið staðfest klukkan níu á mánudagsmorgun að faxið hafði borist." „Að hluta til er kæra Fram er byggð á misskilningi - hvort sem það er viljandi eða óviljandi. En ég óttast pínulítið máttleysi HSÍ í þessu máli. Auðvitað getur það leitt til þess að leiknum verði frestað. Þeir geta ekki stoppað svona mál þegar í ljós er komið að það er ekkert mál á borðinu." „Ég óttast auðvitað líka mikið tengsl Fram inn í HSÍ. Starfsmenn HSÍ eru búnir að staðfesta við okkur og við Fram að samningurinn hafi borist í tæka tíð. Hvað er þá málið?" Þetta segir formaður handknattleiksdeildar Vals sem vísaði þarna til manna sem eiga sæti í stjórn HSÍ og starfsmanna sambandsins. Reynir Stefánsson varaformaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að félagið vilji láta reyna á reglugerð um leikmannasamninga. Hann segir ákvörðun verða tekna á stjórnarfundi nú í hádeginu um hvort kærunni verði haldið til streitu. Úrslitaleikurinn á að fara fram laugardaginn 26. febrúar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira