Erlent

Látnir lausir úr gæsluvarðhaldi

Lars Vilks
Lars Vilks
Þrír menn, sem setið hafa í varðhaldi í Svíþjóð grunaðir um að hafa ætlað að myrða teiknara, voru látnir lausir í gær.

Dómstóllinn gaf engar útskýringar, en dómur verður kveðinn upp 20. janúar og þá mun dómstóllinn gera grein fyrir niðurstöðu sinni.

Venjulega þýða ákvarðanir af þessu tagi annaðhvort að litlar líkur séu á sakfellingu eða engin ástæða sé lengur til að halda þeim í gæsluvarðhaldi.

Mennirnir voru með hnífa á sér þegar þeir voru handteknir í Gautaborg 10. september síðastliðinn, grunaður um að hafa ætlað að drepa Lars Vilks, sænskan teiknara sem gerði skopmyndir af Múhameð spámanni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×