Opið öllum en nýtist hernum 28. desember 2011 00:00 Á braut um jörðu Sex kínverskum gervitunglum verður skotið á braut um jörðu á næsta ári.Nordic photos/Getty Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Enn sem komið er virkar kerfið, sem kallast Beidou, aðeins í Kína en fyrir lok næsta árs er ætlunin að það nái til allrar Asíu. Beidou hefur verið í þróun frá árinu 2000 og áformað er að það nái til heimsins alls árið 2020. Til að svo megi verða þarf að koma miklum fjölda gervitungla á braut um jörðu. Alls verður sex nýjum gervitunglum skotið á loft á næsta ári. Forsvarsmenn Beidou-kerfisins segja skekkjumörkin um tíu metra. Talið er víst að með aðgangi sem kínverski herinn hefur að kerfinu sé nákvæmnin meiri, samkvæmt frétt BBC um málið. Kerfið nýtist meðal annars til að miða stýriflaugum, og hafa sérfræðingar bent á að með því megi gera árásir á Taívan og önnur nágrannaríki Kína. Þá er kerfið nauðsynlegt til að nota mannlausar flugvélar. Kínverjar eru þriðja þjóðin sem hefur komið sér upp tækni af þessu tagi. Auk GPS-kerfisins sem Bandaríkin eiga rekur Rússland sitt eigið kerfi, Glonass. Þá vinnur Evrópska geimvísindastofnunin að þróun staðsetningarnets sem fengið hefur nafnið Galileó.- bj Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Enn sem komið er virkar kerfið, sem kallast Beidou, aðeins í Kína en fyrir lok næsta árs er ætlunin að það nái til allrar Asíu. Beidou hefur verið í þróun frá árinu 2000 og áformað er að það nái til heimsins alls árið 2020. Til að svo megi verða þarf að koma miklum fjölda gervitungla á braut um jörðu. Alls verður sex nýjum gervitunglum skotið á loft á næsta ári. Forsvarsmenn Beidou-kerfisins segja skekkjumörkin um tíu metra. Talið er víst að með aðgangi sem kínverski herinn hefur að kerfinu sé nákvæmnin meiri, samkvæmt frétt BBC um málið. Kerfið nýtist meðal annars til að miða stýriflaugum, og hafa sérfræðingar bent á að með því megi gera árásir á Taívan og önnur nágrannaríki Kína. Þá er kerfið nauðsynlegt til að nota mannlausar flugvélar. Kínverjar eru þriðja þjóðin sem hefur komið sér upp tækni af þessu tagi. Auk GPS-kerfisins sem Bandaríkin eiga rekur Rússland sitt eigið kerfi, Glonass. Þá vinnur Evrópska geimvísindastofnunin að þróun staðsetningarnets sem fengið hefur nafnið Galileó.- bj
Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira