Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar