Erlent

Enn tekur sonur við af föður sínum

Fréttastofa Norður-Kóreu sendi frá sér þessa ljósmynd í október í fyrra. Feðgarnir Kim Jong-il og Kim Jong-un fylgjast þarna með hátíðarhöldum í tilefni af 65 ára afmæli kommúnistaflokksins í landinu. Milli þeirra stendur Ri Yong-ho, hershöfðingi í her landsins.
Fréttastofa Norður-Kóreu sendi frá sér þessa ljósmynd í október í fyrra. Feðgarnir Kim Jong-il og Kim Jong-un fylgjast þarna með hátíðarhöldum í tilefni af 65 ára afmæli kommúnistaflokksins í landinu. Milli þeirra stendur Ri Yong-ho, hershöfðingi í her landsins. Fréttablaðið/AP
Í september í fyrra lýsti Kim Jong-il því yfir að sonur hans, Kim Jong-un, yrði eftirmaður hans sem leiðtogi Norður-Kóreu. Jong-un er á þrítugsaldri og tók þegar við valdamiklum embættum í Norður-Kóreu.

Fréttastofa Norður-Kóreu kallaði Kim Jong-un „eftirmanninn mikla“ í fréttaflutningi í gær.

Nokkur óvissa ríkir um hvaða mann Kim Jong-un hefur að geyma, en stöðug spenna hefur verið síðustu áratugi milli Kóreuríkjanna tveggja. Endurteknar hótanir Norður-Kóreu í garð Suður-Kóreu hafa ýtt undir áhyggjur af því að stríð hefjist að nýju og Bandaríkjastjórn hefur lýst áhyggjum af því að Norður-Kórea kynni að útvega hryðjuverkamönnum vopn og skjól. Kóreustríðið endaði fyrir meira ein 50 árum með vopnahléi, en ríkin á Kóreuskaga eiga tæknilega enn í stríði.

Ríkisstjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta lýsti því yfir í gær að hún léti sig enn varða áframhaldandi frið á Kóreuskaga og fylgdist náið með þróun mála eftir andlát Kim Jong Il og valdatöku sonar hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×