Pistillinn: Ekki sjá eftir neinu þegar ferlinum lýkur Hlynur Bæringsson skrifar 17. desember 2011 07:30 Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning. Pistillinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning.
Pistillinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira