Erlent

Helmingur árása innan sambands

Í new York Ný rannsókn bandarískra sóttvarnayfirvalda hefur leitt í ljós að umfang heimilisofbeldis þar í landi er meira en áður var talið.Fréttablaðið/AFP
Í new York Ný rannsókn bandarískra sóttvarnayfirvalda hefur leitt í ljós að umfang heimilisofbeldis þar í landi er meira en áður var talið.Fréttablaðið/AFP
Fimmtungur bandarískra kvenna hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn bandarísku sóttvarnastofnunarinnar CDC. Helmingur árásanna átti sér stað meðal sambúðarfólks eða kærustupara.

Jafnframt kemur fram að fjórða hver kona sem rannsóknin náði til kveðst hafa verið beitt ofbeldi af hálfu maka eða kærasta.

Sérfræðingar í heimilisofbeldi segja tölurnar ekki koma sérstaklega á óvart en þó kunni ákveðnir þættir rannsóknarinnar að hafa leitt til hærri talna en áður hafa komið fram. Þannig segjast sjö sinnum fleiri konur hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar en raunin var í könnun bandaríska dómsmálaráðuneytisins í fyrra.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum fengið fram þessa tegund áætlunar á tíðni ofbeldis í samböndum,“ er haft eftir Lindu Degutis, starfsmanni CDC. Rannsóknin verður framkvæmd árlega hér eftir.

Ekki er gerð tilraun til að staðfesta frásagnir í rannsókninni, sem fengnar eru nafnlaust í símakönnun CDC. Hringt var af handahófi í um 9.000 konur og 7.400 karla.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×