Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu 16. desember 2011 02:30 Kristján Vilhelmsson Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira