Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu 16. desember 2011 02:30 Kristján Vilhelmsson Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira