Erlent

Dauðadæmt ský nálgast svarthol

Engin undankomuleið Þessi tölvumynd sýnir afleiðingar þess að gasskýið leysist upp í návígi við svartholið. Rauða línan sýnir braut skýsins. Mynd/ESO
Engin undankomuleið Þessi tölvumynd sýnir afleiðingar þess að gasskýið leysist upp í návígi við svartholið. Rauða línan sýnir braut skýsins. Mynd/ESO
Stjörnufræðingar hafa gert merkilega uppgötvun þar sem risastjörnukíkir evrópsku Geimvísindastofnunarinnar (ESO) hefur varpað ljósi á stórt gasský sem er nokkru massameira en jörðin, og nálgast óðfluga risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar.

Á vef ESO segir að þetta sé í fyrsta sinn sem „dauðadæmt“ gasský nálgast svarthol að jarðarbúum sjáandi, en þýskir vísindamenn hafa notað sjónauka ESO til að fylgjast með svartholinu í 20 ár.

Skýið sem um ræðir fer nú á átta milljón kílómetra hraða á klukkustund í átt að svartholinu og eykur stöðugt hraðann. Skýið verður komið fast upp að svartholinu árið 2013, en þegar er þyngdarafl svartholsins farið að tæta í brúnir skýsins og er talið að það muni leysast algerlega upp á næstu árum.

„Margir kannast við hugmyndina um geimfara sem verður að spaghettíi er hann nálgast svarthol,“ segir Stefan Gillessen, aðalhöfundur fræðigreinar um þessa atburðarás, á vef ESO.

„Í dag sjáum við það gerast í raunveruleikanum. Þetta nýfundna ský mun ekki komast heilu og höldnu í gegnum þessa raun.“ - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×