Vill 1,3 milljónir króna frá Birni Bjarnasyni 15. desember 2011 06:30 Björn Bjarnason Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um eina milljón króna í miskabætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meiðyrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rangfærslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 milljóna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærður í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókarinnar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerkingar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt," segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis.- bj Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um eina milljón króna í miskabætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meiðyrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rangfærslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 milljóna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærður í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókarinnar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerkingar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt," segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis.- bj
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira