Erlent

Tína rusl og flokka

Í leit að nýtilegum hlutum Tveir drengir á göngu sinni um eitt úthverfa Jammúborgar í héraðinu Kasmír, nyrst á Indlandi. Með strigapoka og prik með segulstáli á endanum vonast þeir til að finna nýtilega málmhluti eða annað sem hægt er að selja til endurnýtingar eða endurvinnslu.nordicphotos/AFP
Í leit að nýtilegum hlutum Tveir drengir á göngu sinni um eitt úthverfa Jammúborgar í héraðinu Kasmír, nyrst á Indlandi. Með strigapoka og prik með segulstáli á endanum vonast þeir til að finna nýtilega málmhluti eða annað sem hægt er að selja til endurnýtingar eða endurvinnslu.nordicphotos/AFP
Ruslatínsla er eitt af því sem fátækt fólk á Indlandi notar til að afla sér tekna. Stór hluti ruslatínslufólksins er á barnsaldri þrátt fyrir að stjórnvöld hafi reynt að draga úr barnavinnu með því til dæmis að leiða skólaskyldu í lög og samþykkja ýmsar áætlanir um útrýmingu fátæktar.

Sjaldnast starfar ruslatínslufólkið upp á eigin spýtur, heldur fer út að tína rusl á vegum framtakssamra manna, sem kaupa af þeim ruslið og selja áfram í endurnýtingu eða endurvinnslu.

Börnin fara á fætur eldsnemma á morgnana, á meðan ruslið eftir daginn og kvöldið áður er enn að finna á götum borganna. Þau eru oftast með strigapoka og prik, stundum er segulstál á endanum, sem þau nota til að tína upp hvaðeina sem nýtilegt virðist vera.

Málmhlutir ýmis konar, föt, skór, pappír og plastílát fara í pokann ásamt öðru sem til fellur.

Áður en þau skila afrakstrinum inn þurfa þau að flokka allt saman vandlega og jafnvel þrífa, því ekki taka milliliðirnir við skítugu drasli sem engin leið er að losna við.

Tekjurnar eru ekki miklar, en duga þó til að hjálpa margri fjölskyldunni að draga fram lífið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×