Erlent

„Hinn heppni“ var handtekinn

Á verði Her og lögregla í Mexíkó hafa staðið í ströngu síðustu ár í baráttunni við eiturlyfjaklíkurnar.nordicphotos/AFP
Á verði Her og lögregla í Mexíkó hafa staðið í ströngu síðustu ár í baráttunni við eiturlyfjaklíkurnar.nordicphotos/AFP
Hermenn í Mexíkó handsömuðu á mánudag glæpaforingjann Raul Lucio Hernandez. Hernandez, sem oft er kallaður „Hinn heppni“, stýrði hinni illræmdu Zetu-klíku. Hans var ákaft leitað og var 150 milljónum króna heitið til höfuðs honum.

Flestir af Zetunum eru fyrrverandi hermenn sem hafa villst af vegi réttvísinnar. Klíkan var áður hluti af Flóaklíkunni en klauf sig frá henni í fyrra.

Átök milli eiturlyfjaklíkanna og við her og lögreglu í Mexíkó eru talin hafa kostað rúmlega 25 þúsund manns lífið síðustu tvö ár.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×