Erlent

Bjartsýnn á framtíð evrusvæðisins

Gerðu evrópuþinginu grein fyrir leiðtogafundi
José Manuel Barroso fylgist með Herman van Rompuy flytja ávarp sitt.nordicphotos/AFP
Gerðu evrópuþinginu grein fyrir leiðtogafundi José Manuel Barroso fylgist með Herman van Rompuy flytja ávarp sitt.nordicphotos/AFP
Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist vera bjartsýnn á framtíð evrunnar þrátt fyrir erfiðleikana sem nú steðja að.

Þegar litið verði til baka muni menn sjá að árið 2011 var ekki neitt „annus horribilis“, eða hræðilegt ár, eins og flestum sýnist nú vera, heldur hafi það verið ár kraftaverkanna, „annus mirabilis“, nefnilega árið þegar grunnur var lagður að nýju fyrirkomulagi fjármála sem tryggir að kreppan endurtaki sig aldrei.

Hann sat fund Evrópuþingsins í gær ásamt José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þar sem þeir gerðu grein fyrir ákvörðunum leiðtogaráðsins í síðustu viku og svöruðu spurningum þingmanna. Barroso sagði Breta hafa gert kröfur á leiðtogafundinum í síðustu viku sem hefðu stefnt innri markaði ESB- ríkjanna í voða.

Því hefði ekki verið hægt að ganga að þeim. Hins vegar hafi tekist að koma í veg fyrir klofning Evrópusambandsins, því leiðtogar allra aðildarríkjanna hafi lýst yfir vilja til að vera með í væntanlegu fjármálabandalagi.

„Þeir sýndu að þeir vilja meira Evrópusamband, ekki minna,“ sagði Barroso. Þetta verði því ekki samkomulag sautján ríkja að nokkrum viðbættum, heldur samkomulag 27 ríkja að einu undanskildu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×