Varðhaldsúrskurðum fjölgað um 60 prósent 14. desember 2011 05:30 einangrunargangur Litla-hrauns Meðaltalsfjöldi daga fanga í einangrun á síðasta ári var 13 dagar og voru 117 manns úrskurðaðir í einangrun.fréttablaðið/heiða Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira