Varðhaldsúrskurðum fjölgað um 60 prósent 14. desember 2011 05:30 einangrunargangur Litla-hrauns Meðaltalsfjöldi daga fanga í einangrun á síðasta ári var 13 dagar og voru 117 manns úrskurðaðir í einangrun.fréttablaðið/heiða Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira