Sýrlendingar sýndu andstöðu sína gegn stjórnvöldum víða um land í gær með því að loka fyrirtækjum og senda börn sín ekki í skóla.
Þessar aðgerðir voru gerðar sama dag og sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í landinu, þótt mótmælendahreyfingin telji þær marklausar og krefjist sem fyrr afsagnar Bashars al-Assad forseta.
Átök halda áfram víða í landinu og brást stjórnarherinn við af sömu hörkunni og fyrr.- gb
Fyrirtæki lokuð og skólar tómir
