Erlent

Situr í fangelsi næstu áratugi

Kominn til Panama Manuel Noriega í hjólastólnum.nordicphotos/AFP
Kominn til Panama Manuel Noriega í hjólastólnum.nordicphotos/AFP
Manuel Noriega, fyrrverandi forseti Panama, var fluttur heim til Panama í gær eftir 22 ára fjarveru.

Bandarískir hermenn handtóku Noriega, sem orðinn er 77 ára, í innrás árið 1989 og fluttu hann til Bandaríkjanna. Hann sat síðan sautján ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir aðild að fíkniefnasmygli.

Hann var síðan framseldur til Frakklands, þar sem hann sat tvö ár í fangelsi fyrir peningaþvætti. Hann er nú að hefja afplánun tuttugu ára fangelsisdóms í Panama fyrir morð á pólitískum andstæðingum sínum á níunda áratug síðustu aldar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×