Víðtæk áhrif af banni við mismunun kynja 13. desember 2011 03:15 Ólík iðgjöld Ungar konur greiða víðast hvar minna í iðgjöld af bílatryggingum en ungir karlmenn, enda eru þeir gjarnari á að lenda í óhöppum.Fréttablaðið/anton Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira