Víðtæk áhrif af banni við mismunun kynja 13. desember 2011 03:15 Ólík iðgjöld Ungar konur greiða víðast hvar minna í iðgjöld af bílatryggingum en ungir karlmenn, enda eru þeir gjarnari á að lenda í óhöppum.Fréttablaðið/anton Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira