Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2011 06:00 J‘Nathan Bullock fór á kostum með Grindavíkurliðinu á úrslitahelginni í Lengjubikarnum. Mynd/Stefán Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum