Bygging nýs fangelsis sé háð skilyrðum 2. desember 2011 04:00 litla-hraun Formaður fjárlaganefndar segir að öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. „Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira