Bygging nýs fangelsis sé háð skilyrðum 2. desember 2011 04:00 litla-hraun Formaður fjárlaganefndar segir að öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. „Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira