Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma 2. desember 2011 00:00 Málin rædd Hillary Clinton snæddi kvöldverð með Aung San Suu Kyi á heimili háttsetts bandarísks erindreka í Rangoon í Búrma í gær, og mun eiga formlegan fund með henni í dag.Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heimsókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heimsókninni segir hún Bandaríkin viðurkenna að herforingjastjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihlutahópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af frægustu pólitísku föngum samtímans, friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clinton og Suu Kyi munu eiga formlegri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að bandarísk stjórnvöld íhugi að aflétta viðskiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Bandarísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari umbætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og baráttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heimsókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heimsókninni segir hún Bandaríkin viðurkenna að herforingjastjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihlutahópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af frægustu pólitísku föngum samtímans, friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clinton og Suu Kyi munu eiga formlegri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að bandarísk stjórnvöld íhugi að aflétta viðskiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Bandarísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari umbætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og baráttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira