Erlent

Frambjóðendur vilja ógildingu kosninga

Kjörseðlar í pokum Starfsfólk tók við útfylltum kjörseðlum af vörubílspöllum.nordicphotos/AFP
Kjörseðlar í pokum Starfsfólk tók við útfylltum kjörseðlum af vörubílspöllum.nordicphotos/AFP
Fjórir af ellefu forsetaframbjóðendum í Eystra-Kongó hvetja til þess að forsetakosningarnar, sem hófust á mánudag, verði úrskurðaðar ógildar.

Kosningarnar hafa verið framlengdar, fyrst á þriðjudag og svo aftur í gær, vegna erfiðleika við framkvæmd þeirra. Ekki síst hefur gengið erfiðlega að koma kjörgögnum á kjörstaði, enda eru innan við tvö prósent þjóðvega landsins malbikuð og sum héruð eru svo afskekkt að fótgangandi burðarmenn þurfti til að flytja kjörkassa og kosningaseðla þangað langar leiðir, og sums staðar yfir ár og fljót á léttum eintrjáningsbátum. Jafnvel í höfuðborginni Kinshasa hefur framkvæmdin sums staðar misfarist, kjörgögn ekki borist á réttum tíma eða kjörseðlar ekki reynst nógu margir.

Þetta eru aðrar forsetakosningar landsins síðan blóðugri borgarastyrjöld lauk árið 2003. Núverandi forseti er Joseph Kabila, sem tók við af þá nýmyrtum föður sínum árið 2003 og var síðan kosinn forseti árið 2006.

Kjörtímabil hans rennur út í næstu viku. Óttast er að átök geti blossað upp á ný verði ekki almenn sátt í landinu um niðurstöður kosninganna.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×