Írönsk stjórnvöld harma atvikið 30. nóvember 2011 00:15 Barist Óeirðalögregla reyndi að koma í veg fyrir að mótmælendur kæmust inn í sendiráð Bretlands, en að lokum þurfti að ryðja bygginguna.Nordicphotos/AFP Mótmælendur ruddu sér í gær leið inn í sendiráð Bretlands í Teheran, höfuðborg Írans. Þar brenndu þeir breska fánann, brutu rúður og húsgögn og létu greipar sópa um innanstokksmuni. Ekki er vitað til þess fólk hafi slasast þó að bensínsprengjum og grjóti hafi verið kastað á sendiráðið. Kveikjan að mótmælunum er sögð hafa verið sú ákvörðun breskra stjórnvalda að herða á efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Írönsk stjórnvöld sögðust í yfirlýsingu harma atvikið, þar sem lítill hópur mótmælenda hafi sýnt óviðunandi hegðun. Óeirðalögregla tókst á við mótmælendurna, en um tvær klukkustundir tók að rýma sendiráðið. Í yfirlýsingu frá breska utanríkisráðuneytinu segir að bresk stjórnvöld telji atvikið svívirðilegt. Þar eru írönsk stjórnvöld átalin fyrir að verja ekki starfsfólk sendiráðsins og sendiráð erlends ríkis í landinu. Bresk stjórnvöld vöruðu Breta í Íran við því að láta mikið á sér bera í kjölfar mótmælanna. - bj Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Sjá meira
Mótmælendur ruddu sér í gær leið inn í sendiráð Bretlands í Teheran, höfuðborg Írans. Þar brenndu þeir breska fánann, brutu rúður og húsgögn og létu greipar sópa um innanstokksmuni. Ekki er vitað til þess fólk hafi slasast þó að bensínsprengjum og grjóti hafi verið kastað á sendiráðið. Kveikjan að mótmælunum er sögð hafa verið sú ákvörðun breskra stjórnvalda að herða á efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Írönsk stjórnvöld sögðust í yfirlýsingu harma atvikið, þar sem lítill hópur mótmælenda hafi sýnt óviðunandi hegðun. Óeirðalögregla tókst á við mótmælendurna, en um tvær klukkustundir tók að rýma sendiráðið. Í yfirlýsingu frá breska utanríkisráðuneytinu segir að bresk stjórnvöld telji atvikið svívirðilegt. Þar eru írönsk stjórnvöld átalin fyrir að verja ekki starfsfólk sendiráðsins og sendiráð erlends ríkis í landinu. Bresk stjórnvöld vöruðu Breta í Íran við því að láta mikið á sér bera í kjölfar mótmælanna. - bj
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Sjá meira