Erlent

Veitt með öngli fyrr en talið var

Nýfundnir steingervingar benda til þess að mannfólkið hafi veitt djúpsjávarfiska með færi og önglum af bátum löngu fyrir þann tíma sem talið var að slík veiðarfæri hafi verið þróuð.

Steingerð bein af túnfiskum og hákörlum sem fundust í helli á eyjunni Austur-Tímor í Kyrrahafi sýna að fólk gat veitt þessar tegundir fyrir 42 þúsund árum, samkvæmt því sem fram kemur í vísindaritinu Science. Elstu önglar sem fundist hafa eru um 23 þúsund ára gamlir og eru gerðir úr skeljum.

Þróun fiskveiða er talin mikilvæg þar sem hún gefur innsýn í notkun fólks á bátum. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×