Talsverð röskun var enn á samgöngum á Norðurlöndum, Lettlandi og Eistlandi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir á þessum slóðum um helgina. Í Svíþjóð, þar sem tugir þúsunda voru enn án rafmagns, höfðu tré sem rifnuðu upp með rótum eða brotnuðu í óveðrinu fallið á lestarteina og í Noregi var hluti aðaljárnbrautarleiðarinnar til Bergen hulinn þriggja metra djúpri aurskriðu.
Tveir menn drukknuðu undan suðvesturströnd Noregs en þeir höfðu verið að taka myndir af óveðrinu og tveir aðrir létu einnig lífið af völdum óveðursins.
Í Finnlandi voru tugir þúsunda án rafmagns í fyrrinótt en rafmagnslaust varð eftir að tré höfðu fallið á rafmagnslínur.- ibs
