Telja líðan nemenda í Gerðaskóla ólíðandi 29. nóvember 2011 08:00 Gerðaskóli Óvenjumargir nemendur í Gerðaskóla telja sig verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði.Mynd/víkurfréttir Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira