Telja líðan nemenda í Gerðaskóla ólíðandi 29. nóvember 2011 08:00 Gerðaskóli Óvenjumargir nemendur í Gerðaskóla telja sig verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði.Mynd/víkurfréttir Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira