Það er allt vitlaust út af þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2011 08:00 Haukamaðurinn Nemanja Malovic er aðeins einn þriggja erlendra leikmanna í N1-deild karla. Mynd/Valli Það er alls ekki ókeypis fyrir íslensk handboltalið að fá erlendan leikmann til landsins. Handboltafélögin þurfa að greiða fáránlegar upphæðir til að fá leikmann til landsins á meðan það kostar nánast ekki neitt í fótboltanum. Hátt í hálfa milljón króna kostar að fá samningsbundinn, erlendan handboltamann til landsins á meðan það kostar fastan 100 þúsund kall að fá erlendan körfuboltamann. Þá á eftir að greiða flug fyrir leikmanninn, útvega honum bíl og íbúð sem og að greiða honum laun. Þessi álagning í handboltanum hefur skilað sér í því að aðeins þrír erlendir leikmenn spila í N1-deild karla sem stendur. „Það var Hassan Moustafa, forseti IHF, sem sá til þess að þetta félagaskiptagjald var hækkað upp úr öllu valdi. Það er í raun og veru allt vitlaust yfir þessu," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og er þar ekki bara að vísa til Íslands. Félög úti um alla Evrópu eru ósátt við þessar breytingar. „Ég var á fundi hjá Evrópusambandinu um daginn þar sem þetta mál var rætt. Þá vildu menn losa sig undan þessari ákvörðun IHF og taka upp gjald sem EHF ákveður. Þetta mál er á borði lögfræðinga og verið að skoða hvort EHF hafi leyfi til þess að breyta þessu." Hækkunin á félagaskiptagjaldi samningsbundinna erlendra leikmanna er 160.000 kr. en fyrir ósamningsbundna 40.000 kr. „Þetta er klárlega ekki að hjálpa íslenskum félagsliðum þar sem við erum með lélegan gjaldmiðil og liðin hafa lítið milli handanna eftir bankahrunið." Nýbúið að hækka hjá KKÍKKÍ hækkaði gjaldið hjá sér fyrir erlenda leikmenn fyrir tímabilið upp í 100.000 kr. sem er helmingshækkun. KKÍ var þess utan nánast ekki að taka neitt af gjaldinu í sinn rekstur fyrir þetta tímabil. „Það fóru áður um 90 prósent til FIBA Europe. Við vorum bara að taka nokkra þúsundkalla til okkar. Hugmyndin var síðan að nýta þessa peninga sem við tökum til okkar í landsliðsmálin. Það fara líklega 80 prósent af 50 þúsund kallinum sem við fáum í landsliðin en hitt fer í vinnuna," segir Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Upprunalega hugmyndin var að hækka gjaldið í 200.000 kr. en félögin sammæltust um að hafa það slétt 100.000. „Við erum líka nýbyrjaðir að rukka 10 þúsund fyrir innlenda leikmenn en það gjald hafði verið 5.000 kr. frá því að elstu menn muna." Þó svo að félagaskiptagjaldið hafi hækkað hefur komum erlendra körfuboltamanna lítið fækkað. „Ég hef heyrt það frá félögunum að launin til erlendra leikmanna hafi lækkað. Svona miðað við það sem ég heyri þá er mjög almennt að þessir erlendu leikmenn séu að fá tæplega 200 þúsund krónur í mánaðarlaun. Einhverjir eru kannski að fá aðeins meira," segir Friðrik en viðurkennir þó að það hafi komið fyrir að leikmenn hafi verið að fá um 350-400 þúsund krónur. Það sé þó búið núna eftir því sem hann viti best. Leikmennirnir eru einnig að fá frítt húsnæði og í flestum tilvikum einnig bifreið. Ekki er samt óvenjulegt að tveir til þrír leikmenn búi saman. Kostnaðurinn sé því ekkert óyfirstíganlegur hjá körfuknattleiksdeildunum. Ólíkt umhverfi í fótboltanumFélagaskiptagjaldið í fótboltanum er langódýrast eða aðeins 2.000 kr. Skiptir þá engu hvort leikmenn eru að skipta um lið innanlands eða koma að utan. Sú tala er aftur á móti ekki marktæk því KSÍ er með stuðlakerfi fyrir leikmenn þar sem grunngjald félagaskipta er 100.000 kr. Þegar leikmenn skipta um félag verður þá annaðhvort að greiða leiðbeinandi upphæð samkvæmt reglum KSÍ eða komast að samkomulagi. Þá getur verðið bæði lækkað og hækkað. Ef við tökum dæmi þá þurfti Fylkir að greiða ÍBV að minnsta kosti 300.000 kr. fyrir Finn Ólafsson samkvæmt reglugerð KSÍ en Finnur var samningsbundinn ÍBV. Liðin komust þó að samkomulagi um kaupverð og sú tala kemur aldrei inn á borð til KSÍ. Talan gæti í raun verið hver sem er. Að sama skapi á Fylkir heimtingu á því að fá 100.000 kr. fyrir Val Fannar Gíslason sem er genginn í raðir Hauka. Þó svo að Valur hafi verið samningslaus getur Fylkir neitað að skrifa undir félagaskipti ef það fær ekki greiðsluna. Einnig gátu liðin komist að samkomulagi um ákveðna eða enga upphæð. Málin eru í raun í höndum félaganna en reglur KSÍ eru leiðbeinandi. Þó verður alltaf að greiða að lágmarki 2.000 kr. Þannig að þótt félagaskiptagjaldið svokallaða sé lágt geta upphæðirnar vegna félagaskipta á endanum orðið frekar háar. Aðeins þarf þó að greiða 2.000 kr. gjaldið fyrir leikmenn sem koma að utan. HandboltiÍsland: Leikmenn sem fara á milli liða (rukkað fyrir 18 ára og eldri og leikmenn sem eru á samningi) 10.000 kr.Samningsbundnir sem koma að utan: HSÍ 42.500 kr. EHF 196.700 kr. Sérsamband þaðan sem leikmaður kemur 196.700 kr. Samtals: 435.900 kr.Samningslausir sem koma að utan: HSÍ 42.500 kr. EHF 64.000 kr. Sérsamband þaðan sem leikmaður kemur 64.000 kr.Samtals: 170.500 kr. KörfuboltiÍsland: Leikmenn yngri en 20 ára 1.000 kr. Leikmenn eldri en 20 ára sem spila í efstu deildum, 1 deildum og B-liðum meistaraflokksliða 10.000 kr.Erlendir leikmenn: Samningsbundnir eða ósamningsbundnir 100.000 kr FIBA Europe fær 40-50.000 kr. og KKÍ fær afgang. Hluti af gjaldinu fer í landsliðsstarf KKÍ. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Það er alls ekki ókeypis fyrir íslensk handboltalið að fá erlendan leikmann til landsins. Handboltafélögin þurfa að greiða fáránlegar upphæðir til að fá leikmann til landsins á meðan það kostar nánast ekki neitt í fótboltanum. Hátt í hálfa milljón króna kostar að fá samningsbundinn, erlendan handboltamann til landsins á meðan það kostar fastan 100 þúsund kall að fá erlendan körfuboltamann. Þá á eftir að greiða flug fyrir leikmanninn, útvega honum bíl og íbúð sem og að greiða honum laun. Þessi álagning í handboltanum hefur skilað sér í því að aðeins þrír erlendir leikmenn spila í N1-deild karla sem stendur. „Það var Hassan Moustafa, forseti IHF, sem sá til þess að þetta félagaskiptagjald var hækkað upp úr öllu valdi. Það er í raun og veru allt vitlaust yfir þessu," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og er þar ekki bara að vísa til Íslands. Félög úti um alla Evrópu eru ósátt við þessar breytingar. „Ég var á fundi hjá Evrópusambandinu um daginn þar sem þetta mál var rætt. Þá vildu menn losa sig undan þessari ákvörðun IHF og taka upp gjald sem EHF ákveður. Þetta mál er á borði lögfræðinga og verið að skoða hvort EHF hafi leyfi til þess að breyta þessu." Hækkunin á félagaskiptagjaldi samningsbundinna erlendra leikmanna er 160.000 kr. en fyrir ósamningsbundna 40.000 kr. „Þetta er klárlega ekki að hjálpa íslenskum félagsliðum þar sem við erum með lélegan gjaldmiðil og liðin hafa lítið milli handanna eftir bankahrunið." Nýbúið að hækka hjá KKÍKKÍ hækkaði gjaldið hjá sér fyrir erlenda leikmenn fyrir tímabilið upp í 100.000 kr. sem er helmingshækkun. KKÍ var þess utan nánast ekki að taka neitt af gjaldinu í sinn rekstur fyrir þetta tímabil. „Það fóru áður um 90 prósent til FIBA Europe. Við vorum bara að taka nokkra þúsundkalla til okkar. Hugmyndin var síðan að nýta þessa peninga sem við tökum til okkar í landsliðsmálin. Það fara líklega 80 prósent af 50 þúsund kallinum sem við fáum í landsliðin en hitt fer í vinnuna," segir Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Upprunalega hugmyndin var að hækka gjaldið í 200.000 kr. en félögin sammæltust um að hafa það slétt 100.000. „Við erum líka nýbyrjaðir að rukka 10 þúsund fyrir innlenda leikmenn en það gjald hafði verið 5.000 kr. frá því að elstu menn muna." Þó svo að félagaskiptagjaldið hafi hækkað hefur komum erlendra körfuboltamanna lítið fækkað. „Ég hef heyrt það frá félögunum að launin til erlendra leikmanna hafi lækkað. Svona miðað við það sem ég heyri þá er mjög almennt að þessir erlendu leikmenn séu að fá tæplega 200 þúsund krónur í mánaðarlaun. Einhverjir eru kannski að fá aðeins meira," segir Friðrik en viðurkennir þó að það hafi komið fyrir að leikmenn hafi verið að fá um 350-400 þúsund krónur. Það sé þó búið núna eftir því sem hann viti best. Leikmennirnir eru einnig að fá frítt húsnæði og í flestum tilvikum einnig bifreið. Ekki er samt óvenjulegt að tveir til þrír leikmenn búi saman. Kostnaðurinn sé því ekkert óyfirstíganlegur hjá körfuknattleiksdeildunum. Ólíkt umhverfi í fótboltanumFélagaskiptagjaldið í fótboltanum er langódýrast eða aðeins 2.000 kr. Skiptir þá engu hvort leikmenn eru að skipta um lið innanlands eða koma að utan. Sú tala er aftur á móti ekki marktæk því KSÍ er með stuðlakerfi fyrir leikmenn þar sem grunngjald félagaskipta er 100.000 kr. Þegar leikmenn skipta um félag verður þá annaðhvort að greiða leiðbeinandi upphæð samkvæmt reglum KSÍ eða komast að samkomulagi. Þá getur verðið bæði lækkað og hækkað. Ef við tökum dæmi þá þurfti Fylkir að greiða ÍBV að minnsta kosti 300.000 kr. fyrir Finn Ólafsson samkvæmt reglugerð KSÍ en Finnur var samningsbundinn ÍBV. Liðin komust þó að samkomulagi um kaupverð og sú tala kemur aldrei inn á borð til KSÍ. Talan gæti í raun verið hver sem er. Að sama skapi á Fylkir heimtingu á því að fá 100.000 kr. fyrir Val Fannar Gíslason sem er genginn í raðir Hauka. Þó svo að Valur hafi verið samningslaus getur Fylkir neitað að skrifa undir félagaskipti ef það fær ekki greiðsluna. Einnig gátu liðin komist að samkomulagi um ákveðna eða enga upphæð. Málin eru í raun í höndum félaganna en reglur KSÍ eru leiðbeinandi. Þó verður alltaf að greiða að lágmarki 2.000 kr. Þannig að þótt félagaskiptagjaldið svokallaða sé lágt geta upphæðirnar vegna félagaskipta á endanum orðið frekar háar. Aðeins þarf þó að greiða 2.000 kr. gjaldið fyrir leikmenn sem koma að utan. HandboltiÍsland: Leikmenn sem fara á milli liða (rukkað fyrir 18 ára og eldri og leikmenn sem eru á samningi) 10.000 kr.Samningsbundnir sem koma að utan: HSÍ 42.500 kr. EHF 196.700 kr. Sérsamband þaðan sem leikmaður kemur 196.700 kr. Samtals: 435.900 kr.Samningslausir sem koma að utan: HSÍ 42.500 kr. EHF 64.000 kr. Sérsamband þaðan sem leikmaður kemur 64.000 kr.Samtals: 170.500 kr. KörfuboltiÍsland: Leikmenn yngri en 20 ára 1.000 kr. Leikmenn eldri en 20 ára sem spila í efstu deildum, 1 deildum og B-liðum meistaraflokksliða 10.000 kr.Erlendir leikmenn: Samningsbundnir eða ósamningsbundnir 100.000 kr FIBA Europe fær 40-50.000 kr. og KKÍ fær afgang. Hluti af gjaldinu fer í landsliðsstarf KKÍ.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira