Spilla þýsku liðin fyrir Lundúnaliðunum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Michael Ballack leikur sinn 100. Evrópuleik á móti sínum gömlu félögum í Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira
Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira