Pálmi Rafn: Þetta er alveg hræðilegt ástand Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2011 07:00 Pálmi Rafn Pálmason vonast til þess að finna sér lið á Norðurlöndunum. Mynd/Valli „Það er allt í steik hérna. Maður þakkar Guði fyrir að vera að losna undan samningi hérna,“ segir Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason um ástandið hjá félagi sínu, Stabæk. Félagið virðist vera svo gott sem gjaldþrota og á mánudag var tilkynnt að félagið þyrfti að skera niður kostnað sem nemur um 700 milljónum króna. Þeir sex leikmenn, fyrir utan Pálma, sem eru að klára samning fá væntanlega ekki nýtt tilboð og félagið mun þess utan þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn. Framtíð félagsins er því í algjörri óvissu. „Það er þung stemning hérna núna. Fundurinn var mjög erfiður fyrir alla enda þarf að segja upp fullt af starfsfólki, ekki bara leikmönnum. Sá fundur var mjög þungur. Það er óhætt að segja að það sé ekkert spes stemning hérna núna,“ segir Pálmi sem verður samningslaus um áramótin. „Það verður lítið eftir þegar rúmlega tíu leikmenn verða kannski farnir. Þetta er því hræðilegt ástand. Það segir sig sjálft.“ Pálmi er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Stabæk en þar er einnig bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og óljóst hvort félagið ætli sér að óska eftir kröftum hans áfram. Þá er enn óljóst hvað verður aðhafst í máli Stabæk vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni en það mál er í rannsókn hjá lögreglu. Félagið er þar sakað um að hafa reynt að falsa kaupverðið á Veigari Páli til Valerenga, í von um að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy helming söluverðsins. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
„Það er allt í steik hérna. Maður þakkar Guði fyrir að vera að losna undan samningi hérna,“ segir Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason um ástandið hjá félagi sínu, Stabæk. Félagið virðist vera svo gott sem gjaldþrota og á mánudag var tilkynnt að félagið þyrfti að skera niður kostnað sem nemur um 700 milljónum króna. Þeir sex leikmenn, fyrir utan Pálma, sem eru að klára samning fá væntanlega ekki nýtt tilboð og félagið mun þess utan þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn. Framtíð félagsins er því í algjörri óvissu. „Það er þung stemning hérna núna. Fundurinn var mjög erfiður fyrir alla enda þarf að segja upp fullt af starfsfólki, ekki bara leikmönnum. Sá fundur var mjög þungur. Það er óhætt að segja að það sé ekkert spes stemning hérna núna,“ segir Pálmi sem verður samningslaus um áramótin. „Það verður lítið eftir þegar rúmlega tíu leikmenn verða kannski farnir. Þetta er því hræðilegt ástand. Það segir sig sjálft.“ Pálmi er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Stabæk en þar er einnig bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og óljóst hvort félagið ætli sér að óska eftir kröftum hans áfram. Þá er enn óljóst hvað verður aðhafst í máli Stabæk vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni en það mál er í rannsókn hjá lögreglu. Félagið er þar sakað um að hafa reynt að falsa kaupverðið á Veigari Páli til Valerenga, í von um að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy helming söluverðsins.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira