Manchester-liðin mega ekki tapa í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Nani og Sir Alex Ferguson voru léttir á blaðamannafundi. Mynd/Nordicphotos/Getty Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-málið kom upp í München í lok september og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara taginu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti möguleiki Napoli-liðsins og við verðum að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslitaleikur á útivelli á móti Basel í síðustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leikur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira
Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-málið kom upp í München í lok september og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara taginu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti möguleiki Napoli-liðsins og við verðum að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslitaleikur á útivelli á móti Basel í síðustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leikur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira