Léttklæddar íslenskar mæðgur hneyksla Bandaríkjamenn 15. nóvember 2011 08:00 Jóhanna er ánægð með auglýsingarherferðina sem skartar henni og dóttur hennar Indíu í aðalhlutverkum. Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines „Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
„Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira