Lét ekki stælana og lætin stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 06:15 Ragna Ingólfsdóttir hefur ekki tapað á Iceland International mótinu síðan árið 2005. Mynd/Anton Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla. Innlendar Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla.
Innlendar Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira