Papademos leiðir Grikki 11. nóvember 2011 00:30 Verður forsætisráðherra Lúkas Papademos og þriggja flokka bráðabirgðastjórn hans taka formlega við völdum í dag.nordicphotos/AFP „Ég er ekki stjórnmálamaður en ég hef varið megninu af starfsævi minni í að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu stjórnvalda bæði í Grikklandi og Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos, sem í dag tekur við embætti forsætisráðherra Grikklands af Georg Papandreú. Hann fær nú það erfiða verkefni að hrinda í framkvæmd óvinsælum aðhaldsaðgerðum sem fylgja björgunarpakka Evrópusambandsins. Stjórn Papandreús hraktist frá völdum ekki síst vegna þess að henni tókst ekki að ná samstöðu á þingi um þessar sömu aðhaldsaðgerðir, en nú er forysta stjórnarandstöðunnar komin til liðs við stjórnina og ætlar að tryggja framgang þeirra. Papademos segist ætla að leggja alla áherslu á að halda Grikklandi áfram inni á evrusvæðinu. „Þátttaka lands okkar í evrusvæðinu tryggir peningalegan stöðugleika landsins,“ sagði hann í gær og bætti því við að evran myndi auðvelda aðlögun gríska hagkerfisins andspænis þeim erfiðleikum sem enn blöstu við. Papademos verður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar þriggja flokka af hægri og vinstri væng stjórnmálanna, sósíalistaflokksins Pasok, íhaldsflokksins Nýs lýðræðis, og lítils þjóðernisflokks af hægri vængnum sem nefnist Laos. Leiðtogar þessara þriggja flokka hafa átt erfitt með að komast að samkomulagi um það hver verði forsætisráðherra, en niðurstaðan varð sú að Papademos yrði fyrir valinu. Papademos var seðlabankastjóri Grikklands frá 1994 til 2002, en þá tók hann við sem aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins. Því starfi gegndi hann þangað til á síðasta ári, þegar Papandreú kallaði hann heim til að aðstoða sig við glímuna við ríkisskuldirnar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
„Ég er ekki stjórnmálamaður en ég hef varið megninu af starfsævi minni í að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu stjórnvalda bæði í Grikklandi og Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos, sem í dag tekur við embætti forsætisráðherra Grikklands af Georg Papandreú. Hann fær nú það erfiða verkefni að hrinda í framkvæmd óvinsælum aðhaldsaðgerðum sem fylgja björgunarpakka Evrópusambandsins. Stjórn Papandreús hraktist frá völdum ekki síst vegna þess að henni tókst ekki að ná samstöðu á þingi um þessar sömu aðhaldsaðgerðir, en nú er forysta stjórnarandstöðunnar komin til liðs við stjórnina og ætlar að tryggja framgang þeirra. Papademos segist ætla að leggja alla áherslu á að halda Grikklandi áfram inni á evrusvæðinu. „Þátttaka lands okkar í evrusvæðinu tryggir peningalegan stöðugleika landsins,“ sagði hann í gær og bætti því við að evran myndi auðvelda aðlögun gríska hagkerfisins andspænis þeim erfiðleikum sem enn blöstu við. Papademos verður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar þriggja flokka af hægri og vinstri væng stjórnmálanna, sósíalistaflokksins Pasok, íhaldsflokksins Nýs lýðræðis, og lítils þjóðernisflokks af hægri vængnum sem nefnist Laos. Leiðtogar þessara þriggja flokka hafa átt erfitt með að komast að samkomulagi um það hver verði forsætisráðherra, en niðurstaðan varð sú að Papademos yrði fyrir valinu. Papademos var seðlabankastjóri Grikklands frá 1994 til 2002, en þá tók hann við sem aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins. Því starfi gegndi hann þangað til á síðasta ári, þegar Papandreú kallaði hann heim til að aðstoða sig við glímuna við ríkisskuldirnar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira