Innlent

Neytendur fengu bætur greiddar út í gær

Bætur vegna verðsamráðs Ein ávísunin af hátt í hundrað sem olíufélögin greiddu til neytenda sem gátu sýnt fram á bensínkaup á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað.
Bætur vegna verðsamráðs Ein ávísunin af hátt í hundrað sem olíufélögin greiddu til neytenda sem gátu sýnt fram á bensínkaup á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað.
Hátt í hundrað einstaklingar sem lögðu fram kæru vegna samráðs olíufélaganna á sínum tíma fengu bætur sínar greiddar í gær.

Einn þeirra sem fengu bætur greiddar í gær fékk ávísuna hér til hliðar, að upphæð 81.113 krónur. Hann lagði fram kvittanir til Neytendasamtakanna sem sýndu fram á bensínkaup upp á 1,5 milljónir króna. Neytendasamtökin höfðuðu mál á hendur olíufélögunum þremur; Kers, Olís og Skeljungs, í janúar árið 2005 fyrir hönd þeirra sem gátu lagt fram sannanir að þeir höfðu keypt eldsneyti á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar því að bæturnar séu loks greiddar. Hann getur þó ekki upplýst hversu há heildarupphæðin var, Það hafi verið samkomulag á milli olíufélaganna og Lögmannsstofu Reykjavíkur, sem fór með mál einstaklinganna, að slíkt yrði ekki gert.

„Við erum bundnir þagnareiði. Það var eitt af ákvæðum samkomulagsins,“ segir hann.

„Og að svo stöddu vil ég ekki upplýsa um heildarupphæðina í ljósi þess, þó það sé andstætt þeim vinnubrögðum sem við stundum hjá Neytendasamtökunum og mér leiðist svona feluleikur.“ Jóhannes ætlar að ræða við Steinar Þór Guðgeirsson, sem fer með málið, í dag.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×