Keppni um að minnka flokk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. nóvember 2011 06:00 Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans. Hanna Birna beitti vissulega nýjum aðferðum í borgarstjórn Reykjavíkur þegar hún var borgarstjóri; leitaðist við að auka sátt og samstöðu um mál og vinna með minnihlutanum þar sem það var hægt. Það sama reyndi hún eftir að Sjálfstæðisflokkurinn lenti í minnihluta, þótt sú tilraun hafi ekki gengið upp. Málflutningur hennar eftir að hún tilkynnti formannsframboð eru þó ekki að öllu leyti í anda samstöðustjórnmálanna. Hún sagði til dæmis í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld að sum mál væri ekki hægt að semja um; hún myndi til dæmis ekki semja við Vinstri græna um skattahækkanir eða við Samfylkinguna um ESB-aðild. Samt er það nú svo að vilji Sjálfstæðisflokkurinn mynda ríkisstjórn að loknum næstu kosningum, gæti hann þurft að semja um annaðhvort þessara mála eða bæði. Bjarni og Hanna Birna eru klárlega sammála um að ekki eigi að leita neinnar sáttar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, þrátt fyrir að rétt tæpur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vilji halda þeim áfram samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í september síðastliðnum. Hanna Birna er afdráttarlaus í þeirri afstöðu að draga eigi aðildarumsóknina til baka og að Ísland eigi ekkert erindi í Evrópusambandið. Það er sama afstaða og Bjarni Benediktsson hefur lýst að undanförnu. Hún er þó heldur afdráttarlausari ef eitthvað er, því að Bjarni hefur stundum virzt vilja skoða nýja kosti í gjaldmiðilsmálum, en keppinautur hans er harður á að krónan sé sá gjaldmiðill sem henti Íslendingum bezt. Formannskandídatarnir eru þannig sammála um að ekki eigi að klára aðildarviðræður við ESB og kjósa um niðurstöðuna, heldur eigi að hætta viðræðunum, sem þegar eru komnar á rekspöl. Þessi sameiginlegi málflutningur þeirra er ekki líklegur til að höfða til þess umtalsverða hóps stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt í viðskiptalífinu, sem vill láta reyna á aðildarviðræður. Hann er heldur ekki líklegur til að sækja mörg ný atkvæði í hinn stóra hóp óákveðinna kjósenda, en könnunin sem áður var vitnað til sýnir að um 63 prósent þeirra vilja ljúka aðildarviðræðunum. Það er þess vegna sama hvernig formannsslagurinn í Sjálfstæðisflokknum fer, flokkurinn mun ekki sækja inn á miðju stjórnmálanna í leit að atkvæðum. Þvert á móti mun hann áfram gefa öðrum framboðum frítt spil á miðjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans. Hanna Birna beitti vissulega nýjum aðferðum í borgarstjórn Reykjavíkur þegar hún var borgarstjóri; leitaðist við að auka sátt og samstöðu um mál og vinna með minnihlutanum þar sem það var hægt. Það sama reyndi hún eftir að Sjálfstæðisflokkurinn lenti í minnihluta, þótt sú tilraun hafi ekki gengið upp. Málflutningur hennar eftir að hún tilkynnti formannsframboð eru þó ekki að öllu leyti í anda samstöðustjórnmálanna. Hún sagði til dæmis í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld að sum mál væri ekki hægt að semja um; hún myndi til dæmis ekki semja við Vinstri græna um skattahækkanir eða við Samfylkinguna um ESB-aðild. Samt er það nú svo að vilji Sjálfstæðisflokkurinn mynda ríkisstjórn að loknum næstu kosningum, gæti hann þurft að semja um annaðhvort þessara mála eða bæði. Bjarni og Hanna Birna eru klárlega sammála um að ekki eigi að leita neinnar sáttar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, þrátt fyrir að rétt tæpur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vilji halda þeim áfram samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í september síðastliðnum. Hanna Birna er afdráttarlaus í þeirri afstöðu að draga eigi aðildarumsóknina til baka og að Ísland eigi ekkert erindi í Evrópusambandið. Það er sama afstaða og Bjarni Benediktsson hefur lýst að undanförnu. Hún er þó heldur afdráttarlausari ef eitthvað er, því að Bjarni hefur stundum virzt vilja skoða nýja kosti í gjaldmiðilsmálum, en keppinautur hans er harður á að krónan sé sá gjaldmiðill sem henti Íslendingum bezt. Formannskandídatarnir eru þannig sammála um að ekki eigi að klára aðildarviðræður við ESB og kjósa um niðurstöðuna, heldur eigi að hætta viðræðunum, sem þegar eru komnar á rekspöl. Þessi sameiginlegi málflutningur þeirra er ekki líklegur til að höfða til þess umtalsverða hóps stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt í viðskiptalífinu, sem vill láta reyna á aðildarviðræður. Hann er heldur ekki líklegur til að sækja mörg ný atkvæði í hinn stóra hóp óákveðinna kjósenda, en könnunin sem áður var vitnað til sýnir að um 63 prósent þeirra vilja ljúka aðildarviðræðunum. Það er þess vegna sama hvernig formannsslagurinn í Sjálfstæðisflokknum fer, flokkurinn mun ekki sækja inn á miðju stjórnmálanna í leit að atkvæðum. Þvert á móti mun hann áfram gefa öðrum framboðum frítt spil á miðjunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun