Vilja koma böndum á fjármálastarfsemi 2. nóvember 2011 11:00 Frakkar vinna hörðum höndum að undirbúningi G20-fundarins í Cannes síðar í vikunni. nordicphotos/AFP Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skattgreiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrirtæki verði samt sem áður gjaldþrota. Þá er meiningin að setja alþjóðlegar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættuviðskipti, eins og farin voru að tíðkast í fjármálaheiminum fyrir hrunið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vogunarsjóða og annarra jaðarfyrirbæra fjármálaheimsins, með öflugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallarviðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaályktun fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði samþykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leiðtogahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða viðbrögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er haldinn í beinu framhaldi af leiðtogafundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða reglur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmálamanna til að bregðast við ástandinu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skattgreiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrirtæki verði samt sem áður gjaldþrota. Þá er meiningin að setja alþjóðlegar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættuviðskipti, eins og farin voru að tíðkast í fjármálaheiminum fyrir hrunið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vogunarsjóða og annarra jaðarfyrirbæra fjármálaheimsins, með öflugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallarviðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaályktun fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði samþykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leiðtogahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða viðbrögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er haldinn í beinu framhaldi af leiðtogafundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða reglur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmálamanna til að bregðast við ástandinu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira