Skammast sín fyrir You´ll Never Walk Alone tattúið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 08:00 Bjarki Már Elísson sést hér á sinni fyrstu A-landsliðsæfingu í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Hér er hann með hornamönnunum Þóri Ólafssyni og Alexander Peterssyni. Mynd/Stefán HK-ingurinn Bjarki Már Elísson hefur spilað sig inn í íslenska landsliðið með frábærri frammistöðu sinni í vinstra horni Kópavogsliðsins síðustu vikurnar. Eftir 41 mark og 76 prósenta skotnýtingu í síðustu fjórum leikjum ákvað landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að gera breytingu á áður tilkynntum hópi sínum og kalla á hinn 21 árs gamla Bjarka Má fyrir æfingabúðir liðsins. „Ég átti ekki von á þessu og þess vegna kom þetta mikið á óvart. Þetta var virkilega sætt og gaman að fá þessar fréttir. Ég leit á leikinn í gær sem tækifæri fyrir mig að sýna það að ég ætti heima í landsliðinu. Ég er búinn að standa mig vel og var búinn að lesa um það að Gummi vissi af mér," sagði Bjarki, en langþráður draumur er nú að rætast. „Mig hefur dreymt um það að komast í landsliðið síðan ég byrjaði í handbolta og sérstaklega frá því að maður valdi handboltann fram yfir fótboltann. Mig hefur sérstaklega dreymt um að komast á stórmót og vonandi verður það líka að veruleika líka. Maður fær tækifæri núna og þá þarf maður að standa sig. Það þýðir ekkert bara að mæta og vera ánægður með að vera valinn því maður þarf líka að sanna sig," segir Bjarki Már. HK tapaði fyrsta leik sínum í vetur en hefur síðan náð í 9 stig af 10 mögulegum. „Þetta fór hægt af stað og ekki bara hjá mér heldur öllu liðinu. Ég er að njóta góðs að því að vera fyrir framan í vörninni. Við byrjuðum í 6:0 í fyrsta leik en breyttum svo í 5:1 þar sem að ég er fyrir framan. Ég hef fengið meira af hraðaupphlaupum og svo hafa strákarnir verið duglegir að henda boltanum út í horn. Þegar maður skorar fær maður meira traust frá strákunum og þetta helst allt í hendur," segir Bjarki. Hann segist líka hafa notað sumarið vel. „Ég er einhverjum sex til sjö kílóum þyngri en ég var síðasta vetur. Ég lyfti mikið í sumar, hljóp nánast ekki neitt og reyndi að borða aðeins meira. Þá verður maður sterkari. Mér finnst ég eiga eitthvað inni og það er ennþá rúm til að bæta sig líkamlega," segir Bjarki, en fyrirmynd hans er ekki landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur maðurinn sem hélt Guðjóni Val á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ef maður horfir á þessa bestu hornamenn í heimi, eins og fyrirmyndina mína Uwe Gensheimer, þá þarf maður að bæta við sig. Hann er einhver 95 kíló af massa," segir Bjarki, en að hans mati er ekki annað hægt annað en að halda upp á Gensheimer. „Hann er þvílíkur slúttari," segir Bjarki. Það hefur vakið athygli að Bjarki Már spilar í síðerma bol undir HK-treyjunni og Bjarki hefur sérstaka skýringu á því. „Ég er með You'll Never Walk Alone tattú á hendinni og ég er að fela það því ég skammast mín aðeins fyrir það. Ég hef alltaf verið harður Liverpool-maður en svo hefur bara voða lítið gengið hjá mínum mönnum og ég ætla því að bíða aðeins með það að sýna það aftur," segir Bjarki og bætir því reyndar við að bolurinn haldi betur hita og að honum finnist þægilegt að spila í honum. „Það er líka ástæða," segir Bjarki léttur. Fréttablaðið heyrði í honum rétt fyrir fyrstu æfinguna með landsliðinu í gær. „Það er spenningur í manni í bland við stress. Málið er að hugsa sem minnst og láta bara vaða á þetta," sagði Bjarki. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson hefur spilað sig inn í íslenska landsliðið með frábærri frammistöðu sinni í vinstra horni Kópavogsliðsins síðustu vikurnar. Eftir 41 mark og 76 prósenta skotnýtingu í síðustu fjórum leikjum ákvað landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að gera breytingu á áður tilkynntum hópi sínum og kalla á hinn 21 árs gamla Bjarka Má fyrir æfingabúðir liðsins. „Ég átti ekki von á þessu og þess vegna kom þetta mikið á óvart. Þetta var virkilega sætt og gaman að fá þessar fréttir. Ég leit á leikinn í gær sem tækifæri fyrir mig að sýna það að ég ætti heima í landsliðinu. Ég er búinn að standa mig vel og var búinn að lesa um það að Gummi vissi af mér," sagði Bjarki, en langþráður draumur er nú að rætast. „Mig hefur dreymt um það að komast í landsliðið síðan ég byrjaði í handbolta og sérstaklega frá því að maður valdi handboltann fram yfir fótboltann. Mig hefur sérstaklega dreymt um að komast á stórmót og vonandi verður það líka að veruleika líka. Maður fær tækifæri núna og þá þarf maður að standa sig. Það þýðir ekkert bara að mæta og vera ánægður með að vera valinn því maður þarf líka að sanna sig," segir Bjarki Már. HK tapaði fyrsta leik sínum í vetur en hefur síðan náð í 9 stig af 10 mögulegum. „Þetta fór hægt af stað og ekki bara hjá mér heldur öllu liðinu. Ég er að njóta góðs að því að vera fyrir framan í vörninni. Við byrjuðum í 6:0 í fyrsta leik en breyttum svo í 5:1 þar sem að ég er fyrir framan. Ég hef fengið meira af hraðaupphlaupum og svo hafa strákarnir verið duglegir að henda boltanum út í horn. Þegar maður skorar fær maður meira traust frá strákunum og þetta helst allt í hendur," segir Bjarki. Hann segist líka hafa notað sumarið vel. „Ég er einhverjum sex til sjö kílóum þyngri en ég var síðasta vetur. Ég lyfti mikið í sumar, hljóp nánast ekki neitt og reyndi að borða aðeins meira. Þá verður maður sterkari. Mér finnst ég eiga eitthvað inni og það er ennþá rúm til að bæta sig líkamlega," segir Bjarki, en fyrirmynd hans er ekki landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur maðurinn sem hélt Guðjóni Val á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ef maður horfir á þessa bestu hornamenn í heimi, eins og fyrirmyndina mína Uwe Gensheimer, þá þarf maður að bæta við sig. Hann er einhver 95 kíló af massa," segir Bjarki, en að hans mati er ekki annað hægt annað en að halda upp á Gensheimer. „Hann er þvílíkur slúttari," segir Bjarki. Það hefur vakið athygli að Bjarki Már spilar í síðerma bol undir HK-treyjunni og Bjarki hefur sérstaka skýringu á því. „Ég er með You'll Never Walk Alone tattú á hendinni og ég er að fela það því ég skammast mín aðeins fyrir það. Ég hef alltaf verið harður Liverpool-maður en svo hefur bara voða lítið gengið hjá mínum mönnum og ég ætla því að bíða aðeins með það að sýna það aftur," segir Bjarki og bætir því reyndar við að bolurinn haldi betur hita og að honum finnist þægilegt að spila í honum. „Það er líka ástæða," segir Bjarki léttur. Fréttablaðið heyrði í honum rétt fyrir fyrstu æfinguna með landsliðinu í gær. „Það er spenningur í manni í bland við stress. Málið er að hugsa sem minnst og láta bara vaða á þetta," sagði Bjarki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn