Smokkurinn lengi lifi! 29. október 2011 06:00 Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun