Smokkurinn lengi lifi! 29. október 2011 06:00 Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun