Brynjar Már verður að vakna sjálfur 27. október 2011 08:00 Magasín á morgnana Þau Erna Hrönn, Brynjar Már og Þórhallur eru nýir morgunhanar á FM957. „Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp Fréttir Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
„Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp
Fréttir Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira